Gervigreind fyrir alla - Vefnám

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur grunnhugtökum gervigreindar, læra hvar og hvernig gervigreind er beitt í samfélaginu og fá tækifæri til að leysa fjölbreytt verkefni. 
Námskeiðið samanstendur af sex námsþáttum sem miða að því að fræða þátttakendur og dýpka þekkingu þeirra á gervigreind og samfélagslegum  áhrifum hennar.   

1. Inngangur að gervigreind
Gervigreind kemur öllum við. Hún snertir líf okkar allra, á fleiri vegu en flestir gera sér almennt grein fyrir. Í breytilegu samfélagi sem verður sífellt sjálfvirknivæddara og tæknilegra er því mikilvægt að vita hvað gervigreind er og gera sér grein fyrir möguleikum hennar og takmörkunum.

2. Hvað er gervigreind?
Gervigreind er sveipuð mikilli dulúð. Fjölmiðlar, bíómyndir, bækur, sjónvarpsþættir og tölvuleikir snerta oft á viðfangsefninu og eiga það til að fara svo frjálslega með viðfangsefnið að útkoman verður ansi fjarskyld raunveruleikanum. 
Framsetning þeirra á gervigreind verður oft á tíðum til þess að trú fólks á eiginleikum og möguleikum gervigreindar blæs mjög út og verður mun meiri en efni standa til.

3. Gervigreind og mannfólkið
Gervigreind er ætlað að líkja eftir mannlegri hegðun. Á ákveðnum sviðum stendur gervigreind manninum framar. Það er þó undantekning. Jafnvel flóknasta gervigreind getur ekki skákað litlu barni í almennri greind.
Gervigreind hefur enga heimssýn. Heimur hennar er takmarkaður við það svið sem hún er þjálfuð til að skilja.

4. Hagnýting á gervigreind
Gervigreind er að finna allt í kringum okkur. Streymisveitur, samfélagsmiðlar, veðurspár, snjallsímar, lyfjaframleiðsla, fiskvinnsla og fréttaveitur eiga það sameiginlegt að nýta sér þjónustu gervigreindar. En hvers konar gervigreind er að finna þar og til hvers er hún notuð?

5. Tengd hugtök
Sum hugtök virðast vera svo samofin gervigreind, án þess þó að vera beintengd henni, að ekki verður hjá því komist að minnast á þau.

6. Gervigreindaraðferðir
Til eru nokkrar leiðir til að vinna með gervigreind. Þeirra á meðal eru aðferðir eins og tauganet og ákvörðunartré. Báðar þessar aðferðir nota vélrænt nám, fyrst og fremst í gegnum studdan lærdóm.

Hæfniviðmið

Að auka almenna þekkingu á gervigreind og draga úr ótta við breytta tíma

Fyrirkomulag

Námskeiðið byggist á textum, myndum, myndböndum og verkefnum.  

Lengd námskeiðs er u.þ.b. 3 klst. en fer þó eftir hraða hvers og eins. Á upphafsdegi námskeiðis mun Affekta senda þátttakendum póst með aðgang að námsefninu. Námsefnið er opið í tvær vikur eftir upphafsdag námskeiðs.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 22. mars 2022
 • Lengd
  3 klst.
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  18.900 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Námskeiðið er sniðið að þörfum þeirra sem vilja kynna sér gervigreind án þess að vilja fara djúpt í stærðfræðilegar forsendur hennar og þeirra sem vilja styrkja samkeppnisstöðu sína á vinnumarkaði.
 • Gott að vita

  Vefnámskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en öllum er frjálst að skrá sig með því að greiða námskeiðsgjald.

  Á upphafsdegi námskeiðs mun Affekta senda þátttakendum póst með aðgangi að námsefninu. Námsefnið er opið í tvær vikur eftir upphafsdag námskeiðs.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Þátttaka

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
22.03.2022Gervigreind fyrir allaAffekta