Þema VI | Eigin starfsþróun og hæfni

Fjallað verður um ávinning símenntunar og mikilvægi stefnumiðaðrar starfsþróunar. Rætt verður um vinnustaðinn sem mikilvægan vettvang fyrir nám og ábyrgð einstaklinga á eigin starfsþróun og ábyrgð stjórnanda að skapa aðstæður fyrir starfsþróun. Lögð verður áhersla á að starfsþróun er hluti af heildstæðu kerfi sem er samtengt markmiðum og gildum skipulagsheildar.

Rætt verður um mikilvægi þess að byggja upp hæfni starfsfólks út frá starfsmarkmiðum stofnana og hvernig starfsþróunaraðferðum er ætlað að bæði efla starfsmenn í núverandi störfum og gera þá hæfari til að takast á við breytingar. Kynntir verða hæfnisrammar starfa sem byggja m.a. á þekkingu, færni og viðhorfum starfsfólks og rætt um þá þróun sem á sér stað í mati á hæfni og hönnun náms.

 

Markmið

Að gera sér grein fyrir mikilvægi símenntunar fyrir þróun starfa, hvað greining á hæfnikröfum starfa þýðir.

Að þekkja helstu starfsmenntunar- og fræðslusjóði sem styðja við fræðslu og símenntun opinberra starfsmanna.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagur 6. mars 2023 kl. 9:00 - 12:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Guðfinna Harðardóttir
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    16.500 kr.
  • Markhópur
    Launafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
  • Mat
    90% mæting.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er hluti af námslínunni „Launaskólinn“ en er opið öllum óháð þátttöku í námslínunni.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
06.03.2023Eigin starfsþróun og hæfniGuðfinna Harðardóttir