Í takt við tímann – Græn skref í átt að sjálfbærari framtíð - Vefnám

Það er mikilvægt að við séum öll með á nótunum um ástand heimsins og hvaða möguleika einstaklingar hafa til að hafa áhrif. Fjallað verður um mikilvæg mál sem varða okkur öll  svo sem sjálfbæra þróun, Heimsmarkmiðin og loftslagsmálin.

Á námskeiðinu verður góð blanda fyrirlestra, hópverkefna og leikja og verður varpað ljósi á þau tækifæri sem hver og einn hefur til að vera ábyrgur og framsýnn borgari.

Þátttakenndur munu í lok námskeiðsins búa til sinn eigin markmiða- og aðgerðalista um þau skref sem hann/hún vill taka til að minnka sitt vist- og kolefnisspor með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Markmið:

  • Að skilja hugtökin sjálfbær þróun, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, vistspor og kolefnisspor.
  • Að skilja og vera meðvituð um ástæður og afleiðingar loftlagsbreytinga.
  • Að efla áhuga og vilja til að minnka eigið vist- og kolefnisspor.
  • Að búa til eigin aðgerðalista til að minnka vist- og kolefnisspor.
  • Að efla samvinnu og samfélagsanda með sjálfbærni að leiðarljósi.
  • Að efla getu til aðgerða.

Fyrirkomulag

Námskeiðið samanstendur af erindum, samtali, skemmtilegum leikjum ásamt hóp- og einstaklingsverkefnum.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 7. október kl. 14:00 - 16:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Katrín Magnúsdóttir, MA gráðu í umhverfis- og þróunarmannfræði. Guðrún Schmidt er með MA gráðu í menntun til sjálfbærni.
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    11.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast um sjálfbæra þróun, Heimsmarkmiðin og loftlagsmálin.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka á námskeiðinu
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.10.2021Í takt við tímann – Græn skref í átt að sjálfbærari framtíð14:0016:00Katrín Magnúsdóttir og Guðrún Schmidt