Meðferð matvæla - Fjarnám
Viltu kynna þér matvælaöryggi?
Ljóst er að öryggi og þekking í meðhöndlun matvæla er mjög mikilvæg til að tryggja heilsu fólks og því er mikilvægt að starfsfólk sem starfar í mötuneytum eða í matvælavinnslu kunni vel til verka. Á námskeiðinu verða kenndir eftirfarandi námsþættir:
• Matvælaörverufræði
• Innra eftirlit, HACCP/GÁMES
• Gerð matseðla, vöruþekking og fæðuflokkarnir
• Að auka hollustu máltíða og tilbúinna matvæla
• Geymsluþol, skynmat, vöruþekking
• Ofnæmi og óþol
• Þrif og sótthreinsun
Fyrirkomulag
Kennt er á mánudögum og fimmtudögum kl. 17.00 - 19.00 í vefnámi á Teams.
Nánari upplýsingar veita Nanna Bára, nanna@mss.is og Hólmfríður, holmfridur@mss.is - eða í síma 421-7500
Helstu upplýsingar
- Tími15. janúar - 26. febrúar 2026. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd40 klst.
- StaðsetningStreymi
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞetta námskeið er fyrir öll sem vinna eða vilja vinna í matvælavinnslu s.s. eldhúsi eða við framreiðslu matvæla og fleira.
- Gott að vita
Aðildarfélagar Starfsmenntar skrá sig hjá okkur en námið er kennt hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
- MatVirk þátttaka í tímum.
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 15.01.2026 | Meðferð matvæla | 17:00 | 19:00 |