Meðferð matvæla - Fjarnám

Viltu kynna þér matvælaöryggi?

Ljóst er að öryggi og þekking í meðhöndlun matvæla er mjög mikilvæg til að tryggja heilsu fólks og því er mikilvægt að starfsfólk sem starfar í mötuneytum eða í matvælavinnslu kunni vel til verka. Á námskeiðinu verða kenndir eftirfarandi námsþættir:

• Matvælaörverufræði
• Innra eftirlit, HACCP/GÁMES
• Gerð matseðla, vöruþekking og fæðuflokkarnir
• Að auka hollustu máltíða og tilbúinna matvæla
• Geymsluþol, skynmat, vöruþekking
• Ofnæmi og óþol
• Þrif og sótthreinsun


Fyrirkomulag

Kennt er á mánudögum og fimmtudögum kl. 17.00 - 19.00 í vefnámi á Teams. 

Nánari upplýsingar veita Nanna Bára, nanna@mss.is og Hólmfríður, holmfridur@mss.is - eða í síma 421-7500


Helstu upplýsingar

  • Mat
    Virk þátttaka í tímum.
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.01.2026Meðferð matvæla17:0019:00