Myndvinnsla með snjalltækjum

Á þessu námskeiði lærir þú að vinna myndirnar þínar í byrjendavænum forritum á snjalltækjum.

Þú kynnist notendaviðmóti vinsælla myndvinnsluforrita á borð við Snapseed, hvernig myndstillingar, kúrvur og hvítjöfnun virka. Þú lærir að litajafna myndir og lagfæra þar, hvernig á að nota blettabana, síur og breyta bakgrunninum. Ásamt því hvernig á að vinna andlitsmyndir, stilla texta og ramma og hvernig myndefni er unnið fyrir ólíka miðla.

Hæfniviðmið

Að efla færni í myndvinnslu með snjalltækjum.

Að auka þekkingu á því hvernig vinna má með myndir.

Að efla færni til að nýta myndvinnslu í lífi og starfi.

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.

Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur en stuðningur er veittur að því loknu.

Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 778 8805 milli kl. 10 – 11 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 15. febrúar 2023
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    39.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar þeim sem vilja auka færni sína í notkun myndvinnsluforrita.
  • Gott að vita
    Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
15.02.2023Myndvinnsla með snjalltækjumBjartmar Þór Hulduson