Fangelsismálastofnun | Áfallamiðuð nálgun á vinnustað
Skráningu lýkur föstudaginn 20. október kl. 14.
Vilt þú geta komið fram á viðeigandi hátt við skjólstæðinga og/eða samstarfsfólk sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu?
Áfallamiðuð nálgun miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.
Á námskeiðinu verður fjallað um hvað felst í nálgun þar sem ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð og hvernig vinnustaðir geta innleitt slíka nálgun.
Umræðuþættir:
- Hvað er áfallamiðuð nálgun?
- Hvers vegna áfallamiðuð nálgun?
- Eðli áfalla og áhrif þeirra
- Þroskun taugakerfis okkar
- Mikilvægi tengsla og félagslegra samskipta
Hæfniviðmið
Að þátttakendur hafi grunnþekkingu á áhrifum áfalla og samskipta á heilsu og velferð og átti sig á algengi óunninna áfalla.
Að þátttakendur geti skilið og tekið tillit til þess hversu yfirgripsmikil áhrif áföll geta haft á upplifun, líðan og hegðun fólks.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími23. október kl. 9-12
- Lengd3 klst.
- UmsjónLilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Heilshugar
- StaðsetningVefnám í rauntíma kennt á ZOOM
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk Fangelsismálastofnunar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttiringibjorg(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
23.10.2023 | Áfallamiðuð nálgun á vinnustað | 09:00 | 12:00 | Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Heilshugar |