Stafræn þróun - Fríir veffyrirlestrar - hægt að byrja strax
Fræðslusetrið Starfsmennt var stofnað árið 2001 og fagnar því 20 ára afmæli árið 2021. Í tilefni þess var ákveðið að bjóða upp á nokkra fría veffyrirlestra um stafræna færni og menningarnæmi.
Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis?
Elfa Ýr Gylfadóttir fjölmiðlafræðingur og framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar fer yfir áhrif upplýsingaóreiðu og áskoranir tengdar dreifingu á röngum og misvísandi upplýsingum.
Upplýsingalæsi í daglegu lífi
Viltu verða betri í að finna það sem þú leitar að á netinu? Irma Hrönn Martinsdóttir upplýsingarfræðingur við HR og formaður Vinnuhóps íslenskra háskólabókasafna um upplýsingalæsi gefur hagnýt ráð til að efla upplýsingalæsi.
Menningarnæmi - vertu betri í að skilja ólíka menningarheima og lifa í samfélagi margbreytileikans
Í fyrirlestrinum fjallar Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs um hugtök og aðferðir tengdar menningarnæmi. Nichole er frá Bandaríkjunum og hefur búið á Íslandi meira en 20 ár. Hún fléttar inn í fyrirlesturinn eigin reynslu af því að vera innflytjandi á Íslandi.
Persónuvernd í stafrænu samfélagi
Helga Grethe Kjartansdóttir starfar sem persónuverndarfulltrúi og lögfræðingur hjá Símanum og fer í þessum fyrirlestri m.a. yfir það hvaða stafrænu fótspor við skiljum eftir og hvernig við sjálf getum tryggt rétta meðferð upplýsinga um okkur sjálf í stafrænum heimi.
Ógnir internetsins - láttu ekki hakka þig!
Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir frá því hvernig hakkarar vinna og gefur ráð um hvernig við getum verið á varðbergi og aukið stafrænt öryggi okkar.
Skráðir þátttakendur hafa aðgang að upptökum til 31. maí 2022. Þegar búið er að skrá sig er farið á Mínar síður og smellt á heiti námskeiðs. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir undir flipanum Kennslugögn.
Helstu upplýsingar
- Lengd6 klst.
- StaðsetningVeffyrirlestrar
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- Gott að vitaSkráðir þátttakendur hafa aðgang að upptökum til 31. maí 2022. Þegar búið er að skrá sig er farið á Mínar síður og smellt á heiti námskeiðs. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir undir flipanum Kennslugögn.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
29.04.2022 | Fríir veffyrirlestrar í tilefni 20 ára afmælis Fræðslusetursins Starfsmenntar | Fræðslusetrið Starfsmennt |