Sýslumenn | Er geggjað að gera?

Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að átta sig á daglegum áreitum í lífi okkar, geta notið þeirra eða tekist á við þau þannig að lífsgæði okkar aukist. Í álagi felast oft tækifæri til vaxtar en álagstímabil má ekki verða að lífsstíl.

Þátttakendur námskeiðsins, greina áreiti í eigin lífi og átta sig á eigin viðbrögðum við álagi. Leiðir til að forgangsraða og viðhalda jafnvægi í daglegum verkefnum jafnt sem á álagstímum eru ræddar ásamt heppilegum næringarlindum og bjargráðum á álagstímum.
Fjallað er um jákvæða hugsun, eigin viðhorf og lífshætti án steitu.

Efnisþættir

 • Sjálfsþekking
 • Sköpun tækifæra
 • Einkenni álags
 • Viðbrögð við álagi
 • Fullkomnunarárátta
 • Jákvæð hugsun og viðhorf til álags
 • Álagstímabil-lífstíll

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 18. apríl kl. 09:00-11:00
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Eigandi SHJ ráðgjafar.
 • Staðsetning
  TEAMS
 • Tegund
  Streymi
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Starfsfólk sýslumannsebætta
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Mæting
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
18.04.2023Að takast á við streitu og álag.09:0011:00Sigríður Hulda Jónsdóttir