Dómstólasýslan - Breytingastjórnun - Vefnám

Á námskeiðinu er farið í lykilatriði breytinga eins og innleiðingu og algeng viðbrögð fólks við breytingum. Farið er í forsendur breytinga og tengsl þeirra við stefnu, skipulag, starfsfólk, tæki, stjórnun og vinnustaðarmenningu. Rætt er um afstöðu einstaklinga til breytinga og atriði sem skýra andstöðu. Þátttakendur ræða breytingar í eigin vinnuumhverfi ásamt afleiðingum og árangri. Farið er í hlutverk breytingastjóra og fjallað um hvaða þættir liggja til grundvallar mismunandi vilja til breytinga.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Breytingar í vinnuumhverfinu
  • Eðli og tegundir breytinga
  • Gagnlegar forsendur breytinga
  • Afstaða fólks og viðbrögð við breytingum
  • Drifkraftar og hamlandi kraftar
  • Hindranir og leiðir til að koma í veg fyrir þær
  • Mismunandi tegundir andstöðu
  • Algeng mistök við breytingar

Ávinningur:

  • Aukin þekking á eðli breytinga
  •  Aukin innsýn í viðbrögð við breytingum
  • Þekking á hindrunum við innleiðingu breytinga
  • Aukin persónuleg hæfni í að takast á við breytingar

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, virk þátttaka.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagur 31. ágúst kl. 14:00 - 16:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Dómstólasýslunnar
  • Gott að vita
    Námskeiðið er einnig í fjarnámi. Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiði fyrir aðra.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(hja)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
31.08.2021BreytingastjórnunEyþór Eðvarðsson