Viðurkenndur bókari - lokahluti - Promennt
Um er að ræða mjög gagnlegt og áhugavert nám sem gerir miklar kröfur til nemenda. Þetta nám hentar þeim sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og hafa áhuga á að ná frama á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana og styrkja kunnáttu sína.
Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu, hafa reynslu af bókhaldsstörfum og/eða lokið grunnnámi í bókhaldi (Bókhald grunnur og Bókaranám fyrir lengra komna).
Námið er mjög góður undirbúningur fyrir próf til viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um bókhald (skv. 43. grein laga nr. 145/1994). Ath. að prófið, sem er í þremur hlutum og haldið er á haustin, er alfarið á vegum ráðuneytisins og er prófgjald greitt sérstaklega og auglýst af ráðuneytinu.
- Reikningshald
- Upplýsingatækni
- Skattskil
1. HLUTI: Reikningshald
Markmið námshlutans er að auka skilning nemenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil byggja á.
Helstu viðfangsefni:
- Eðli tvíhliða bókhalds: Debet, kredit, bókhaldsreikningar, dagbók, aðalbók, undirbækur og prófjöfnuður.
- Grundvallarhugtök, grunnreglur og forsendur.
- Ýmis tækniatriði er varða reikningsskil.
- Greining ársreikninga með aðstoð kennitalna.
- Lög um bókhald, lög um ársreikninga, reglugerð um innihald og framsetningu ársreikninga.
2. HLUTI: Upplýsingatækni
Markmið námshlutans er að efla skilning á grunnatriðum innra eftirlits og öryggis á upplýsingakerfum ásamt því að efla kunnáttu á noktun töflureiknis (Excel).
Helstu viðfangsefni:
- Upplýsingakerfi og öryggi í upplýsingatækni.
- Töflureiknir (Excel):
- prófjöfnuður
- uppsetning ársreikninga
- fyrningartafla, afstemmingarskjal tryggingagjalds og virðisaukaskatts
- reglugerð um rafrænt bókhald
3. HLUTI: Skattskil
Markmið námshlutans er að auka þekkingu nemenda á skattalögum og reglum um skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga.
Viðfangsefni:
- Helstu atriði laga um tekjuskatt, laga og reglna um virðisaukaskatt: skattskyldar tekjur, A, B og C tekjur, frádráttarliðir, söluhagnaður, fyrningarreglur, tekjuskattstofn.
- Útfylling skattframtals einstaklinga og lítilla fyrirtækja, uppgjör virðisaukaskatts og vörsluskatta, samskipti við RSK, kæruleiðir til yfirskattanefndar.
- Frjáls og sérstök skráning virðisaukaskattsskyldra aðila.
- Munurinn á reiknuðum tekjuskatti og gjaldfærðum, frestaður tekjuskattur/skattinneign (meginatriði).
- Fyrirtækjaskrá RSK, helstu félagaform (hf., ehf., sf. og slf.) og mismunandi ábyrgð hluthafa/eigenda, reglur um arðgreiðslur/úthlutun á eigin fé.
Hæfniviðmið
Að nemendur öðlist þá þekkingu og hæfni sem þarf til að verða vel undirbúnir fyrir próf til Viðurkennds bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er að jafnaði kennt að jafnaði tvær til þrjár lotur á mánuði; á fimmtudögum, föstudögum kl 16:30-19:30 og á laugardögum kl 9:00-12:30 (ath. með fyrirvara um breytingar). Athugið að námskeiðið er einungis kennt í fjarkennslu í beinni útsendingu. Allar kennslustundir eru teknar upp.
Kennsla fer fram bæði í formi fyrirlestra og verklegra æfinga. Að taka þátt í fjarkennslu í beinni útsendingu þýðir einfaldlega að þú getur tekið þátt í kennslustundinni algjörlega óháð staðsetningu. Hvort sem þú býrð á höfuðborgarsvæðinu, úti á landi eða erlendis, það skiptir ekki máli.
Helstu upplýsingar
- TímiHaust 2023
- Lengd165 klst.
- UmsjónPromennt
- StaðsetningSkeifan 11b Staðnám og/eða fjarkennsla í beinni
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurÞetta nám hentar þeim sem vilja skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun og hafa áhuga á að ná frama á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana og styrkja kunnáttu sína.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
- MatAð loknum hverjum hluta námsins þreyta nemendur próf á vegum ráðuneytisins til að öðlast réttindi sem viðurkenndur bókari (þrjú próf).
Gott að vita
Nemendur greiða sjálfir fyrir prófin. Sækja þarf um bæði hjá Starfsmennt og hjá Promennt.
Athugið að Starfsmennt greiðir einu sinni fyrir hvern félagsmann á hvert námskeið.
Nái félagsmaður ekki að ljúka námskeiði sem Starfsmennt hefur greitt fyrir hann og hyggst endurtaka það er bent á starfsmenntasjóði stéttarfélaga.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
10.08.2023 | Reikningshald Upplýsingatækni Skattskil |