RVK | ÚPS! Gleymdist sundskýlan? Krefjandi samskipti fyrir starfsfólk sundlauga

ATH námskeiðinu er frestað um óakveðinn tíma.

Það getur verið erfitt að vita hvernig best er að bregðast við í óvæntum eða óþægilegum aðstæðum með sundlaugargest. Hvernig dreg ég skýr mörk og sýni ákveðni en samt fagmannlega hegðun á sama tíma?

Á námskeiðinu fá þátttakendur verkfæri í hendurnar til þess að tækla flókin samskipti við gesti í viðkvæmum aðstæðum. Fjallað er um mismunandi samskiptamáta fólks, framkomu einstaklinga og hópa og hún skoðuð út frá mismunandi sjónarhornum. Tekin verða fyrir dæmi og atvik úr sundlaugum og kannað hvernig best væri að leysa þau.

Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 16. mars. 

Hæfniviðmið

Að efla sjálfstraust og sjálfsöryggi í samskiptum við sundgesti

Að öðlast verkfæri til þess að tækla flókin samskipti við gesti í viðkvæmum aðstæðum

Að kynnast mismunandi samskiptamáta einstaklinga

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 23. mars kl. 12:30-14:30
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Eigandi SHJ ráðgjafar.
  • Staðsetning
    Laugardalslaug
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk sundlauga í Reykjavík
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
23.03.2023Krefjandi samskipti fyrir starfsfólk sundlauga12:3014:30Sigríður Hulda Jónsdóttir