Trúnaðarmenn Sameykis - Árangursrík samskipti - Vefnám 25. feb. kl. 9:00-12:00

Góð samskiptafærni er gríðarlega mikilvæg og getur skipt sköpum varðandi farsæld í starfi og einkalífi.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur átti sig á eigin samskipta­mynstrum. Hver og einn kortleggur hvað er gagnlegt og árangursríkt í samskiptastíl viðkomandi og hvað mætti betur fara. Á námskeiðinu þurfa þátttakendur að líta í eiginn barm og setja sér markmið varðandi eigin samskiptaaðferðir í því skyni að ná betri árangri og aukinni ánægju.

Sérstaklega er farið yfir vænlegar leiðir til að ná fram breytingum í samskiptamynstrum, samvinnu í hóp og ólíkum samskiptastílum. Farið er yfir þessi atriði á námskeiðinu auk þess sem þátttakendur vinna verkefni.

Námskeiðið er aðlagað að starfi trúnaðarmanna.

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom sem margir þekkja í dag. Kerfið er einfalt í notkun en þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Hæfniviðmið

Að efla öryggi í framkomu.

Að efla samtalstækni og virka hlustun.

Að efla sjálfstraust.

Að efla hæfileikann til að miðla málum.

Fyrirkomulag

Námskeiðið byggist á fyrirlestri, umræðum og léttum æfingum.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 25. febrúar kl. 9:00-12:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Eigandi SHJ ráðgjafar.
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn Sameykis
  • Gott að vita
     
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
25.02.2021Árangursrík samskiptiSigríður Hulda Jónsdóttir