Að nýta eigin styrkleika í lífi og starfi

Það er mikilvægt að þekkja inn á styrkleika sína svo þeir nýtist betur í lífi og starfi.

Á námskeiðinu taka þátttakendur styrkleikapróf viacharacter.com og fá fræðslu um prófið, hugmyndafræðina á bakvið það og hvernig nýta má niðurstöðurnar til árangurs.

Þátttakendur nýta niðurstöður prófsins til að bera betur kennsl á eigin styrkleika og annarra, sem getur m.a. aukið gæði samskipta og samstarfs.

Þátttakendur kynnast aðferð sem auðveldar að sjá hvernig nýta má niðurstöður prófsins til að auka árangur og sjá hvernig styrkleikamiðuð nálgun getur aukið vellíðan og sjálfstraust.

Efnistök:

  • Styrkleikar, hvað er það og hvernig má nota þá betur
  • VIA Character strengths, uppruni og þróun
  • Kynnumst 24 styrkleikum prófsins
  • Þátttakendur taka VIA Character Strengths (á íslensku eða ensku) og greina sína styrkleika og hvernig þeir birtast í daglegu lífi og hvernig má efla þá og að þeir gefi vind í seglin að ná markmiðum sínum

Hæfniviðmið

Að öðlast dýpri skilning á eigin styrkleikum

Að geta nýtt styrkleika til að leysa vandamál og ná markmiðum

Að öðlast aukna vitund um hvernig styrkleikar geta stuðlað að betri líðan og bætt samskipti

Fyrirkomulag

Fræðsla, umræður, verkefni. Einstaklings og hópverkefni. Opnar umræður um reynslu þátttakenda og hvernig þeir vilja nýta styrkleikana áfram. 

Helstu upplýsingar

  • Tími
    21. ágúst 2025, kl. 13.00 - 16.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Hrefna Guðmundsdóttir, MA Vinnu- og félagssálfræði
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á ZOOM
  • Verð
    21.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir einstaklinga sem vilja auka sjálfsskilning, styrkja eiginleika sína og bæta vellíðan, hvort sem er í persónulegu lífi eða starfi og einnig fyrir teymi
Skráning á þetta námskeið hefst 05. 08 2025 kl 09:00
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
21.08.2025Að nýta eigin styrkleika í lífi og starfi13:0016:00Hrefna Guðmundsdóttir