Tilfinningagreind og hluttekning
Námskeið á vegum Akademías fyrir öll sem vinna með öðru fólki og langar að ná auknum árangri.
Tilfinningargreind er síðfellt að verða mikilvægari hæfni í leik og starfi þar sem samvinna og samstarf fólks skiptir sköpum. Tilfinningagreind (EQ) hefur jafnframt verið tengd við árangur í leik og starfi, vel umfram það sem hefðbundin greind (IQ) skilar. Þegar teymisvinna fer vaxandi í fyrirtækjum þá er mikilvægt að stjórnendur og allir þátttakendur hafi tilfinningagreind til þess að auka líkur á árangursríkri teymisvinnu.
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar almennt um hvað tilfinningagreind er og af hverju hún er mikilvæg. Fjallað er um sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn, hvatningu, félagsfærni og hluttekningu. Sérstaklega er fjallað um hluttekningu (e. empathy) og áhrif hennar á siðferðislegt mat, nýsköpun, hönnunarhugsun og hópvinnu.
Fyrirkomulag
Þú færð sendan póst tveimur virkum dögum eftir skráningu með kóða sem veitir aðgang að námskeiðinu. Þú hefur aðgang að efninu í 12 mánuði og getur horft á efnið og lært eins oft og þú kýst á meðan. Námið skiptist í sjö hluta og er um klukkustund að lengd
Helstu upplýsingar
- TímiNámskeiðið stendur aðildarfélögum til boða á haustönn 2022. Hægt er að skrá sig og hefja nám hvenær sem er á því tímabili.
- Lengd1 klst.
- UmsjónDr. Eyþór Ívar Jónsson, sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurFyrir öll sem vinna með öðru fólki og vilja ná árangri. Sérstaklega er mikilvægt fyrir þau sem vinna í teymum að tileinka sér tilfinningagreind til þess að geta betur tengt við annað fólk.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatÞátttaka
Gott að vita
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
25.10.2022 | Tilfinningagreind og hluttekning | Dr. Eyþór Ívar Jónsson |