SMNV | Breytingar- að takast á við þær og styrkja liðsheildina

Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og skiptir miklu máli að geta tekist á við þær. Vinnustofan er ætluð þeim sem standa frammi fyrir breytingum og eru í breytingaferli. Unnið er með þætti eins og viðmót og eigin túlkun. Tækifæri geta falist í breytingum og getur jákvætt viðhorf gagnvart þeim falið í sér nýja og spennandi möguleika. 

Eins verður fjallað um vellíðan í starfi, árangursrík samskipti og öryggi á vinnustað á tímum breytinga.

Vinnustofan er aðlöguð að þörfum starfsfólks þeirra stofnana sem hana sækja.

Hæfniviðmið

Skilja og þekkja ferli breytinga

Geta valið og hagnýtt þau verkfæri sem kynnt eru til að takast á við breytingar

Þekkja til og getað tileinkað sér árangursrík samskipti

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 5. október kl. 14:00 - 17:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Eigandi SHJ ráðgjafar.
  • Staðsetning
    Sýslumaðurinn Norðurlandi vestra, Blönduósi
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Vinnustofan er einungis fyrir starfsfólk Sýslumannsins á Norðurlandi vestra og starfsfólk Innheimtustofnunar sveitarfélaga sem boðað er á hana.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
05.10.2023Að takast á við breytingar og efla liðsheild 14:0017:00Sigríður Hulda Jónsdóttir