Hvaða reglur gilda um uppsagnir og önnur starfslok hjá ríki og sveitarfélögum?
Á námskeiðinu verður fjallað um helstu reglur sem gilda um starfslok hjá opinberum stofnunum. Umræðan snýst um þær kröfur sem gerðar eru til stjórnenda við hagræðingaraðgerðir og ákvarðanir um að fækka starfsfólki, samkvæmt dómaframkvæmd og álitum umboðsmanns Alþingis. Farið verður yfir háttsemi sem getur varðað áminningu hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ákvæðum kjarasamninga og þær kröfur sem gerðar eru til áminningarferlis.
Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvernig stofnanir þurfa að tryggja gagnsæi, andmælarétt og virðingu í áminningarferlinu, þar á meðal hvað þarf að koma fram í rökstuðningi áminningar. Einnig verður rætt um hugsanlegar breytingar ef kynnt frumvarp um afnám áminningarskyldu verður að lögum, ástæður þess að reglur um uppsagnir eru ólíkar eftir því hvort þær byggja á hagræðingu eða frammistöðu og að hvaða marki opinberum stofnunum er heimilt að semja við starfsfólk um starfslok.
Helstu umfjöllunarefni:
- Kröfur til stjórnenda við hagræðingaraðgerðir og fækkun starfsfólks
- Háttsemi sem getur varðað áminningu samkvæmt lögum og kjarasamningum
- Áminningarferli: gagnsæi, andmælaréttur og rökstuðningur
- Hugsanlegar breytingar við afnám áminningarskyldu
- Ólíkar reglur um uppsagnir vegna hagræðingar vs. frammistöðu
- Heimildir til að semja um starfslok
Umfjöllunin verður studd dæmum og þá m.a. vísað til nýlegra dóma Landsréttar og álita umboðsmanns Alþingis og dóma Hæstaréttar.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita reglum um starfslok á grundvelli þeirra ólíku reglna sem eiga við, hvort heldur vegna hagræðingar í rekstri eða atriðum sem varða starfsmanninn sjálfan.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er í beinu streymi og einnig verður upptaka af því aðgengileg eftir að því lýkur.
Helstu upplýsingar
- Tími28. janúar 2026, kl. 09.30 - 12.30. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd3.5 klst.
- UmsjónKjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt
- StaðsetningStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem koma að undirbúningi og ákvörðun um starfslok, sem og að öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga ekki rétt hjá samstarfssjóðum Starfsmenntar verða afskráð en geta skráð sig hjá Stofnun stjórnsýslufræða HÍ. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en þátttakandi hefur fengið staðfestingarpóst frá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála HÍ.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttir
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 28.01.2026 | Hvaða reglur gilda um uppsagnir og önnur starfslok hjá ríki og sveitarfélögum? | 09:15 | 12:45 | Kjartan Bjarni Björgvinsson |