Sjálfsumhyggja í desember

Ef þú værir vikudagur, hvaða vikudagur værir þú?

Við lifum á tímum þar sem áreiti og hraði eru viðvarandi – ekki síst þegar hamagangur desembermánaðar gengur yfir. Við förum í gegnum tækifæri og hindranir, bæði í leik og starfi og speglum þau í hugtökum eins og von, bjartsýni og seigla.

Í erindinu munum við líka horfa fram á veginn og hvernig við getum undirbúið okkur fyrir nýtt ár og gengið á móti hækkandi sólu 2026, bæði innra með okkur og í samfélaginu.

Eftir innleggið verður þú vonandi tilbúnari fyrir þær stundir sem framundan eru í mesta skammdeginu. Þú munt skilja betur hvers vegna það er ekki sjálfselska heldur samfélagslegt framlag að hlúa að eigin líðan.

Hæfniviðmið

Að skilja betur mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan

Að efla von, bjartsýni og seiglu til að takast á við áskoranir daglegs lífs

Að geta nýtt jákvæðni og innri styrk til að takast á við krefjandi tíma

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og upptaka sem er sett undir Kennslugögn á Mínar síður að námskeiði loknu og er aðgengileg fyrir skráða þátttakendur út desember.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    4. desember 2025, kl. 10.00 - 11.00 Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Hrefna Guðmundsdóttir, MA Vinnu- og félagssálfræði
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á ZOOM
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    7.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja styrkja sig í skammdeginu og undirbúa sig fyrir nýtt ár með því að efla von, bjartsýni og seiglu
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
04.12.2025Sjálfsumhyggja í desember10:0011:00Hrefna Guðmundsdóttir