PowerPoint / Margmiðlun og kynningar - Vefnám - Valfrjálst upphaf til 28. maí

PowerPoint er öflugt verkfæri til að útbúa vönduð og eftirtektarverð gögn, t.d. glærur, námsgögn og skjásýningar.
Notandi hefur aðgang að fjölmörgum tilbúnum sniðmátum og þarf aðeins að bæta við texta eða myndum til þess að útbúa lifandi og áhrifamikið efni.
Bæta má við hreyfimyndum og hljóðupptökum sem auka áhrif skjásýninga.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem þurfa að flytja mál sitt á skýran og skilmerkilegan hátt og/eða koma efni á framfæri á lifandi og sterkan hátt t.d. með því að setja glærur til kynninga á netið.

Námsþættir:

 • Sniðskjöl. Textabreytingar. Litasamsetning og myndefni.
 • Listar, töflur, myndrit og skipurit. Haus og fótlínur. Minnispunktar.
 • Útlínur, glæruröðun. Hreyfimyndir / Animation. Hljóðsetning. Sjálfvirk spilun.

Markmið

Að auka öryggi í gerð glæsusýninga og kynninga.

Að efla færni í framsetningu efnis í PowerPoint.

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt.
Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti, vefspjalli og í þjónustusíma.
Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu.  
Nánari upplýsingar hjá kennara námskeiðsins í síma 788 8805 frá kl. 10-20 á virkum dögum eða í netfangið kennari(hjá)nemandi.is.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Skráning er opin til 28. maí en upphafið er valfrjálst.
 • Lengd
  18 klst.
 • Umsjón
  Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  39.500 kr.
 • Markhópur
  Námskeiðið hentar sérstakleg vel öllum þeim sem vilja koma efni á framfæri á lifandi og skemmtilegan hátt.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
 • Mat
  Verkefnaskil
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
28.05.2022PowerPoint / Margmiðlun og kynningarBjartmar Þór Hulduson