Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað
Góð samskipti á vinnustað eru grunnurinn að vellíðan á vinnustað og starfsánægju. Mikilvægt er að rödd allra heyrist og að starfsfólk upplifi jafnvægi í samskiptum sín á milli.
Á þessu námskeiði verður fjallað um faglega hegðun á vinnustað (e. professional behaviour) og hvernig hægt er að tileinka sér samskipti sem stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Faglega hegðun (e. professional behaviour) á vinnustað.
- Eðli ólíkrar hegðunar á vinnustað.
- Leiðir til að styrkja sig í samskiptum á vinnustað til að auka starfsánægju.
- Hvernig við getum brugðist við erfiðum samskiptum með uppbyggilegum hætti.
- Hvernig hægt er að þjálfa áræðni (e. assertiveness) í samskiptum.
Ávinningur þinn:
- Aukin vellíðan á vinnustað.
- Betri færni í faglegum samskiptum á vinnustað.
- Aukið sjálfstraust í samskiptum.
- Skilningur á eðli viðbragða ásamt hegðun annarra.
Fyrirkomulag
Um lifandi kennslu er að ræða þar sem þátttakendur taka virkan þátt í námskeiðinu. Æfingar, dæmi og umræður.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 8.desember kl. 08:30 - 11:30
- Lengd3 klst.
- UmsjónGuðrún Jóhanna Guðmundsdóttir er MA í Human Resource Management frá University of Westminster og Hildur Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurFyrir alla þá sem vilja auka færni og vellíðan í samskiptum á vinnustað.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is
- MatMæting og þátttaka.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Gott að vita
Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
08.12.2021 | Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað | 08:30 | 11:30 | Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir |