LRH | Er gaman í vinnunni?

Við eigum öll okkar myndrænu, ósýnilegu fötu sem við tökum með okkur hvert sem við förum. Í fötunni geymum við tilfinningar okkar og líðan. Fatan fyllist af jákvæðum samskiptum eins og klappi á bakið eða fallegum orðum í okkar garð en hún tæmist af neikvæðum samskiptum eins og t.d. nöldri eða gagnrýni annarra. Okkur líður frábærlega þegar fatan okkar er full, og hörmulega þegar hún er tóm. Því meira sem er í fötunni okkar, því auðveldara verður að deila umfram magninu með öðrum.

Í fyrirlestrinum er farið í leiðir til að fylla fötuna og auka gleði, jákvæðni og orku á vinnustað. Byggt er m.a. á bókunum How full is your bucket? og Fish! A Remarkable Way to Boost Morale and Improve Results.

Hæfniviðmið

Að þekkja hvað ýtir undir jákvæðni og neikvæðni hjá okkur

Að þekkja leiðir til að auka gleði og jákvæðni á vinnustað

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    7. október 2025 kl. 13.00 -14.00. Skráningu lýkur 3. október kl. 12.00
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun
  • Staðsetning
    Í sal BSRB hússins, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Helga Rún Runólfsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.10.2025Er gaman í vinnunni?13:0014:00Ingrid Kuhlman