Starfsmannasamtöl - sjónarhorn stjórnenda - veffyrirlestur

Starfsmannasamtöl eru mikilvægur vettvangur fyrir bæði starfsmenn og stjórnendur þar sem þeir hittast og ræða mikilvæg atriði sem tengjast starfinu, helstu verkefnum og samskiptum á vinnustað.

Þau eru einnig mikilvægt tæki fyrir stjórnendur til að veita endurgjöf, ræða starfsþróun, fræðsluþarfir, helstu verkefni og skipulag starfsins. Starfsmannasamtöl eiga að einkennast af gagnkvæmum samskiptum milli starfsmanns og stjórnanda þar sem aðilar leitast við að skýra óljósa þætti í starfi ásamt því að vinna að umbótum.

Í þessum fyrirlestri er farið yfir helstu atriði sem stjórnendur þurfa að hafa í huga varðandi undirbúning og framkvæmd starfsmannasamtala svo þau verði árangursrík.

 

Fyrirkomulag

Veffyrirlestur

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 18. janúar 2022 kl: 13:00-14:00
 • Lengd
  1 klst.
 • Umsjón
  Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í stjórnun við Háskóla Íslands
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Vefnámskeið
 • Verð
  5.500 kr.
 • Tengiliður námskeiðs
  Helga Rún Runólfsdóttir
  helga(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er opið öllum en ókeypis fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.

Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg fyrir skráða þátttakendur til og með 25. janúar 2022.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
18.01.2022Starfsmannasamtöl - sjónarhorn stjórnenda - veffyrirlesturGylfi Dalmann Aðalsteinsson