Gervigreind – regluverk og stefnumótun
Gervigreind er að umbreyta vinnustöðum, þjónustu og ákvarðanatöku. Brátt mun nýtt regluverk skilgreina hvernig hún má og á að vera notuð. Síðar á þessu ári verður reglugerð Evrópusambandsins um gervigreind (EU AI Act) innleidd á Íslandi og mun hún hafa bein áhrif á fyrirtæki, stofnanir og opinbera aðila sem þróa, kaupa eða nýta gervigreind.
Mikilvægt er að skilja þau rök sem búa að baki reglum um gervigreind, kosti þeirra og galla, og áskoranir við reglusetningu. Sá skilningur auðveldar túlkun og beitingu regluverksins og aðstoðar við regluhlítni.
Til að setja evrópska regluverkið í samhengi og dýpka skilning verður einnig litið til þróunar og löggjafar í öðrum heimshlutum.
Vertu tilbúin(n) þegar regluverkið tekur gildi. Þekkingin sem þú færð hér getur sparað tíma, dregið úr áhættu og aukið traust í notkun gervigreindar.
Umfjöllunarefni:
- Inntak gervigreindar og áhrif á samfélag, fyrirtæki og stofnanir
- Til hvers gervigreind er nýtileg og hvaða hættur hún hefur í för með sér
- Áskoranir við að móta reglur fyrir gervigreind, ólík regluverk og stefnur eftir heimshlutum.
- Reglugerð Evrópusambandsins – The EU AI Act, skipting í áhættuflokka og kröfur hvers flokks. Sérstök áhersla verður lögð á gervigreind sem felur í sér mikla hættu fyrir grundvallarréttindi einstaklinga.
Hæfniviðmið
Að þekkja gervigreind og hvernig hún er ólík öðrum tæknibyltingum
Að þekkja notkunarmöguleika og hættur gervigreindar
Að öðlast skilning á reglum Evrópuréttar sem gilda um gervigreind
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími24. og 26. mars 2026 kl. 12.30 - 16.30 Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd8 klst.
- UmsjónUnnur Edda Sveinsdóttir, lögmaður og ráðgjafi hjá Novum Lögfræðiþjónustu
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem vinna með gervigreind, m.a. þau sem starfa í opinberri stjórnsýslu, við stefnumótun, innleiðingu, innkaup, lögfræði, stjórnun, upplýsingatækni eða þróun.
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum Starfsmenntar verða afskráð en geta skráð sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en þátttakandi hefur fengið staðfestingarpóst frá Endurmenntun HÍ.
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 24.03.2026 | Gervigreind – regluverk og stefnumótun | 12:30 | 16:30 | Unnur Edda Sveinsdóttir |
| 26.03.2026 | 12:30 | 16:30 |