Hússtjórnarkerfi - rekstur og viðhald

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.

Námskeiðið eykur skilning á þeim verkfærum og kerfum sem umsjónaraðilar og rekstraraðilar farsteingna/bygginga þurfa að hafa til að geta sinnt starfi sínu á skilvirkan hátt.

Námskeiðið veitir innsýn í vaxandi mikilvægi tæknilegs rekstrar á opinberum og einkareknum byggingum og hver eru markmið og verkefni rekstrarsviðs. Nútíma byggingar eru oftar en ekki hlaðnar tæknikerfum af ýmsum toga.

Starf umsjónaraðila slíkra bygginga hefur því undanfarin misseri tekið stakkaskiptum hvað varðar kröfu um tæknilæsi og meðhöndlun upplýsinga. Eitt öflugasta verkfæri umsjónarmanna er í dag Hússtjórnarkerfi en meginmarkmið þess er að stýra notkun, samræma og vakta hin ýmsu tæknikerfi byggingarinnar.

Farið er yfir eftirfarandi meginsvið á námskeiðinu:

 • Helstu kröfur notanda til tæknikerfa í byggingum
 •  Uppbygging hússtjórnarkerfis og helstu tæknikerfi bygginga
 • Notkunarmöguleikar hússtjórnarkerfis
 • Bilanaleit og fyrirbyggjandi aðgerðir með hússtjórnarkerfi
 • Eftirlit og stjórnun orkunotkunar í byggingum

ATH. Hægt að skrá sig á staðnámskeið eða fjarnámskeið (í beinu streymi), þá er hakað við fjarnám í skráningarferlinu.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Mánudagur 8. maí kl. 09:00 - 16:00
 • Lengd
  7 klst.
 • Umsjón
  Kristján Haukur Flosason
 • Staðsetning
  IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík / Eða í fjarnámi (þá hakað við í skráningarferli)
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Umsjónaraðilar og rekstraraðilar fasteigna/bygginga.
 • Gott að vita
  Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri. Hægt að skrá sig á staðnámskeið eða fjarnámskeið (í beinu streymi). 
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Mæting og þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
08.05.2023Hússtjórnarkerfi - rekstur og viðhald09:0016:00Kristján Haukur Flosason