Matartæknar - Grænmetisréttir - eldað úr öllu

Einungis fyrir starfsfólk í mötuneytum, matráða og matreiðslumenn.

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.

Markmið námskeiðsins er að auka færni í gerð grænmetisrétta með áherslu á nýtingu hráefnis, frumleika og sköpunarkraft.

Áhersla er lögð á vöruþekkingu á grænmeti, á meðhöndlun og nýtingu þess í matreiðslu á mismunandi matréttum.

Fjallað er um samsetningu réttanna og tækifæri til þess að auka fjölbreytni í matseld.

Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku um umræðum um tækifæri til þess að skapa aukin verðmæti úr hráefni. Sýnikennsla og smakk.

Fyrirkomulag

Sýnikennsla.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 30. mars kl. 16:00 - 19:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari
  • Staðsetning
    IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk í mötuneytum, matráðar og matreiðslumenn
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500050

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.03.2022Grænmetisréttir - eldað úr öllu16:0019:00Dóra Svavarsdóttir