Trú og þekking á eigin styrkleikum og getu - Vefnám

Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem vilja efla sjálfstraust sitt og öryggi í daglegu lífi og starfsumhverfi.

Efnisþættir:
Farið er yfir hvað einkennir þá sem náð hafa árangri, vegvísa og markmið. Þátttakendur tengja þessi einkenni við eigin sjálfsmynd, stöðu og lífssögu.
Kynntar eru æfingar og verkefni sem styrkja sjálfsmynd, andlegan styrk, ábyrgð á eigin þörfum, stöðu og framtíð.
Fjallað verður um hvernig eigin styrkleikar og raunhæfur rammi skapar sátt og styður við góða andlega og líkamlega heilsu.
Unnin verður styrkleikagreining þar sem styrkleikar á sviði samskipta, færni og reynslu ásamt persónulegum styrkleikum eru kortlagðir og tengdir við áhugasvið, stöðu og framtíðarmarkmið.
Kynntar eru leiðir til valdeflingar og til að styrkja jákvæðan sjálfsaga með samkennd í eigin garð.
Fjallað er um hvernig þátttakendur geta vaxið og nýtt eigin styrk og reynslu til nýrra sigra.

Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.

Markmið

Að efla sjálfstraust og öryggi í daglegu lífi og starfsumhverfi.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Föstudaginn 11. desember kl. 9:00-12:00.
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands. Eigandi SHJ ráðgjafar.
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  15.000 kr.
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
11.12.2020Trú og þekking á eigin styrkleikum og getu09:0009:00Sigríður Hulda Jónsdóttir