Trúnaðarmenn Sameykis | Öryggi í hlutverki trúnaðarmannsins
Fjallað verður um mismunandi hlutverk trúnaðarmannsins, það að taka að sér nýtt hlutverk og mótun sjálfsmyndar í nýju hlutverki. Einnig er fjallað um hópa, sérstaklega starfshópa, siði og venjur í hópum og farið inn á samskipti og viðhorf. Einnig eru sett markmið um eigin þróun í hlutverki trúnaðarmanns.
Hæfniviðmið
Að geta nýtt verkfæri til að kljást við nýtt, spennandi og krefjandi hlutverk
Að geta metið styrk sinn og veikleika í þessu nýja hlutverki
Að fá sem skýrustu mynd af því hvað felst í verkefninu að vera trúnaðarmaður
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, fyrirspurnir og samræður
Helstu upplýsingar
- Tími13. október 2025 kl. 12:45 - 15:45
- Lengd3 klst.
- UmsjónÞórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál ehf
- StaðsetningGrettisgötu 89, 1. hæð
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurTrúnaðarmenn Sameykis
Skráning á þetta námskeið hefst 05. 08 2025 kl 10:00
- MatMæting og þátttaka.
- Tengiliður námskeiðsJóhanna Þórdórsdóttir hjá Sameyki og Sólborg Alda Pétursdóttir hjá Starfsmennt
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
13.10.2025 | Öryggi í hlutverki trúnaðarmannsins | 12:45 | 15:45 | Þórkatla Aðalsteinsdóttir |