Starfsmótun – árangursrík leið til að njóta sín í starfi!

Vilt þú taka þátt í að móta eigin starf og auka þar með eigin ánægju og árangur?

Starfsmótun (e. Job Crafting) er markviss leið til að auka eigin vellíðan og árangur í starfi. Rannsóknir um starfsmótun hafa ítrekað sýnt fram á jákvæð áhrif hennar á virka helgun í starfi (e. work engagement) sem jafnframt dregur úr líkum á kulnun í starfi.

Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu þætti í starfsumhverfinu sem styðja við vellíðan í starfi. Jafnframt er lögð áhersla á hvað það er sem einstaklingar geta sjálfir gert til að hlúa að eigin vellíðan í vinnu með því að móta eigin störf út frá áhugasviði sínu og styrkleikum í takt við markmið skipulagsheildar.

Fjallað verður um hvað felst í vellíðan í starfi, hvað það er sem dregur úr vellíðan og eykur líkur á kulnun í starfi. Jafnframt er farið yfir mikilvægi stuðnings í starfi, góðra samskipta og í hverju það felst. Auk þessa er rætt um áhrif þess að hafa hafa skýra ábyrgð í starfi sem og frelsi til athafna um hvernig verkin eru unnin og útfærð. Sagt er frá fjölmörgum raundæmum um hvernig starfsfólk hefur mótað störf sín til að bæta eigin líðan í starfi. Dæmin eru m.a. frá frá viðmælendum í meistararitgerð leiðbeinanda en þar var rætt við 10 sérfræðinga, sem njóta sín í starfi, til að læra af þeim hvað það er í starfsumhverfinu og hvað þeir hafa sjálfir gert til að hlúa að eigin velferð í starfi.

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir því sem skiptir máli í starfsumhverfinu fyrir vellíðan starfsfólks

Að geta gert grein fyrir þeim leiðum sem starfsfólk getur nýtt sér til að auka eigin vellíðan og árangur í starfi

Að þekkja til þeirra fræða sem fjalla um vellíðan í starfi (e. well-being at work) og starfsmótun (e. job crafting)

Að öðlast breytt viðhorf til verka og samskipta

Fyrirkomulag

Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur. 

Í upphafi hverrar viku fá nemendur aðgang að stuttum fræðslufyrirlestrum (allt að 1 klst. samtals). Upptökur eru aðgengilegar á kennsluvef og hægt að horfa á þær þegar hentar.

Einu sinni í viku fer fram sameiginlegur hittingur á Zoom (1 klst. hver fundur) þar sem efni fyrirlestranna er rætt og praktískar leiðir til starfsmótunar.

Meðfram náminu eru nemendur hvattir til að skrifa dagbókarfærslur um ,,hvernig er í vinnunni".

Áætlaður tími í námskeiðið er um 2 klst. á viku:

  • Fræðslufyrirlestrar - allt að 1 klst.
  • Sameiginlegur fundur á Zoom - 1 klst.
  • Dagbókarskrif - um 10 mín á dag

Að námskeiðni loknu er boðið upp á vinnustofu þar sem nemendur fá tækifæri til að nýta sér það sem kennt var á námskeiðinu, að rýna markvisst í eigin störf og ákvarða næstu skref.

Zoom fundir með kennara eru haldnir á miðvikudögum kl. 20:00. Dagsetningar Zoom funda:

  • 11. febrúar
  • 18. febrúar
  • 25. febrúar

Helstu upplýsingar

  • Tími
    10. febrúar - 3. mars 2026. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    12,5 klst.
  • Umsjón
    Sigrún Þorgeirsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma og þrír Zoom fundir í beinu streymi
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem eru opin fyrir því að rýna í og móta eigin störf til að auka eigin ánægju og árangur í starfi
  • Gott að vita

    Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga ekki rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Símenntun HA. ATH. Sæti á námskeiðið er aðeins tryggt þegar staðfesting hefur borist frá Símenntun HA

  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
10.02.2026Starfsmótun – árangursrík leið til að njóta sín í starfi!00:0012:30Sigrún Þorgeirsdóttir