Hagnýt gervigreind, masterclass

Gervigreind er ekki lengur nýjung – hún er daglegt verkfæri sem getur gjörbreytt því hvernig við vinnum, lærum og sköpum. Á þessu yfirgripsmikla og hagnýta námskeiði færðu djúpa innsýn í notkun gervigreindar og hvernig þú getur orðið öruggur og árangursríkur notandi hennar – bæði í starfi og daglegu lífi.

Þú lærir hvernig á að beita prompt engineering (kvaðningum) markvisst á árangursríkan og skapandi hátt til að fá sem bestu niðurstöður úr gervigreindarverkfærum, hvernig má forðast helstu mistök og meta hvaða verkfæri hentar best hverju sinni.

Við vinnum með fjölbreytt og öflug verkfæri á borð við ChatGPT, Claude, Manus, Perplexity og fleiri nýstárleg öpp og kerfi sem nýtast í mismunandi tilgangi – hvort sem það er til að skrifa, skipuleggja, greina, útskýra, þýða, rannsaka eða jafnvel hanna efni af ýmsum toga. Á námskeiðinu er mörg hagnýt verkefni og dæmi sem þú vinnur með og getur svo fært beint yfir á þín eigin verkefni.

Við skoðum einnig hvernig þú getur samþætt gervigreind inn í þitt daglega vinnuflæði – hvort sem þú ert að vinna í skriflegum verkefnum, tölvupósti, kennslu, markaðsefni, hugmyndavinnu, greiningum eða ritun. Einnig verður fjallað um öryggismál og ábyrga notkun gervigreindar.

Námskeiðið er uppfært reglulega og nemendur fá mánaðarleg fréttabréf um nýjungar og þróun í gervigreindarheiminum í heilt ár eftir upphaf námskeiðs.

Hæfniviðmið

Að kynnast fjölbreyttri notkun gervigreindartóla

Að skrifa kvaðningar á árangursríkan og skapandi hátt

Að geta nýtt gervigreind á skilvirkan og hagnýtan hátt

Að auka framleiðni, spara tíma og bæta gæði vinnu og samskipta með notkun gervigreindar

Fyrirkomulag

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.

Þegar skráningu þinni hefur verið breytt úr Nýr í Samþykkt þá getur þú hafið leikinn með því að hafa samband við kennara eða fylgja leiðbeiningum  á  mínar síður undir Kennslugögn.

Nemendur geta farið í gegnum námsefnið á sínum hraða, algengt er að nemendur fari yfir efnið á 3-5 vikum.

Kennari er þér innan handar í gegnum tölvupóst, með vefspjalli eða í þjónustusíma.

Aðgengi að námsefninu er opið í 12 mánuði eftir upphafsdag svo nemendur hafa nægan tíma til að rifja upp að vild. 

Upplýsingar og aðstoð: sími 7888805,  kennari@nemandi.is, milli 10-20 virka daga.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 27. október 2025 en upphafið er valfrjálst
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Verð
    52.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir byrjendur sem vilja ná tökum á grunnatriðum og reyndari notendur sem vilja þróa færni sína og kynnast nýjum leiðum og tólum
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
27.10.2025Gervigreind10:0004:00Bjartmar Þór Hulduson