Verkefnastjórnun - verkefnisáætlun - Vefnám

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök og grunnatriði verkefnastjórnunar. Lögð er áhersla á gerð verkefnisáætlunar sem er grundvöllur að góðri verkefnastjórnun. Námskeiðið veitir heildarsýn á uppbyggingu verkefna og hlutverk verkefnastjórans.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Verkefnisgreiningar m.a. hagsmunaaðila- og áhættugreiningar.
• Árangursmælikvarða og markmiðasetningu.
• Sundurliðun verkefnis í verkþætti og gerð tíma- og kostnaðaráætlana.
• Stjórnskipulag verkefnis og samskipti.
• Ræs og lúkning verkefna.

Þetta námskeið er gott upphaf að undirbúningi fyrir IPMD D vottun og meira nám í verkefnastjórnun.


Hæfniviðmið

Að þróa hæfni til að leiða verkefni og vinna í verkefnum til betri árangurs og þróa hæfni til að vinna í hópi með raunveruleg verkefni.

Fyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópæfingum þar sem nemendur takast á við aðferðafræði og beita henni á raunveruleg dæmi. 





Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagur 8. og fimmtudagur 10. mars 2022 frá kl. 13:00 - 17:00
  • Lengd
    8 klst.
  • Umsjón
    Sveinbjörn Jónsson M.Sc. í verkfræði og MPM. Samræmingarstjóri hjá Isavia.
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Félagsmenn Starfsmenntar sem vilja kynnast aðferðfræði verkefnastjórnunar
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.

    Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

    Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
08.03.2022Verkefnastjórnun - verkefnisáætlunSveinbjörn Jónsson
10.03.2022Verkefnastjórnun - verkefnisáætlunSveinbjörn Jónsson