Trúnaðarmenn Sameykis - Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað kl. 13:00-15:30

Fjallað verður um og farið  yfir hugtökin, birtingarmyndir og viðbrögð. Sérstaklega verður fjallað um og rætt hlutverk trúnaðarmannsins í þessu samhengi. Ræddar verða forvarnir og stefna vinnustaðar, ferlar í málum sem þessum og leitast við að varpa skýru ljósi á þennan viðkvæma og mikilvæga málaflokk.

Hæfniviðmið

Að þekkja birtingamyndir eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað

Að vita hvaða forvörnum og ferlum er hægt að beita til að styðja við félagslegt heilbrigði á vinnustað.

Að þekkja hlutverk trúnaðarmannsins í þessu samhengi

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    7. apríl 2022, frá kl. 13:00-15:30.
  • Lengd
    2,5 klst.
  • Umsjón
    Sameyki
  • Staðsetning
    Grettisgata 89, 1. hæð.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn og aðrir kjörnir fulltrúar Sameykis.
  • Gott að vita
    Aðeins fyrir trúnaðarmenn og aðra kjörna fulltrúa Sameykis.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Jóhanna Þórdórsdóttir
    johanna@sameyki.is
    5258330

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.04.2022Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað13:0015:30Þórkatla Aðalsteinsdóttir