Launaskólinn - Þema II - Vinnutími og afgreiðsla launa
Laun og vinnutími (5 klukkutímar)
Markmið
Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur kunni skil á helstu reglum um vinnutíma, skipulag hans og önnur atriði sem ráða því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar launaútreikningum. Einnig að auka færni þátttakenda til að vinna með vinnutímaforsendur dagvinnufólks, t.d. þegar nýttar eru heimildir til að fella niður eða stytta matar- og/eða kaffitíma og hvernig starfshlutfall er reiknað.
Námslýsing
Fjallað er um megingrundvöll launaútreikninga, þ.e. vinnutíma starfsmanna. Farið yfir lykilatriði í því efni, s.s. vinnutímaskipulagið, dagvinnutímabil, neysluhlé og starfshlutfall, sem og tengd atriði eins og yfirvinnu, álagsgreiðslur og sérstaka frídaga. Áhersla er lögð á hefðbundna dagvinnu á mánaðarlaunum.
Helstu efnisþættir námskeiðsins eru:
• Gagnkvæmar skyldur aðila (laun í stað vinnuframlags)
• Vinnutímaskipulag (dagvinna, vaktavinna, annað)
• Starfshlutfall
• Daglegur vinnutími og/eða mánaðarleg vinnuskylda (lykiltölur)
• Dagvinnutímabil skv. kjarasamningi
• Neysluhlé og 15 mín. lágmarkshvíldin (virkur vinnutími, launaður tími)
• Yfirvinna og álagsgreiðslur
• Útköll og eyðuákvæði
• Sérstakir frídagar
Rétt laun á réttum tíma (3 klukkutímar)
Markmið
Að þátttakendur kunni skil á þeim almennu atriðum sem gæta þarf að til þess að laun séu afgreidd með réttum hætti á réttum tíma. Einnig verður gerð grein fyrir skilum á launatengdum gjöldum, uppbyggingu sjóða og bótakerfis. Þá fá þátttakendur tækifæri til að ræða mismunandi verklagsreglur og grunnhugsun í launa- og viðverukerfum.
Námslýsing
Umfjöllunarefnið er meginskylda vinnuveitenda sem er að greiða rétt laun á réttum tíma. Farið yfir ýmis grunnatriði svo sem hvort um mánaðarlaun eða tímavinnu sé að ræða, greiðsludag, uppgjörstímabil, lífeyrissjóðsgreiðslur þ.m.t. séreignasparnað og önnur launatengd gjöld sem og mistök í launaafgreiðslu og/eða hugsanlegar beiðnir launþega um bakfærslur iðgjalda t.d. í tengslum við breytingar á sparnaðarleið séreignasparnaðar.
Helstu efnisatriði námskeiðsins eru:
• Mánaðarlaun eða tímavinna
• Greiðsludagur og uppgjörstímabil
• Ofgreidd laun
• Vangreidd laun
• Launa- og viðverukerfi- verklag
• Staðgreiðsla og skil á launatengdum gjöldum
• Lífeyrissjóður og aðrar sjóðagreiðslur
• Atvinnuleysisbætur
Lágmarkshvíld og frítökuréttur (3 klukkutímar)
Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kunni skil á meginreglum um lágmarkshvíld, heimildum til að víkja frá þeim og ávinnslu frítökuréttar.
Námslýsing
Hér er fjallað um skipulag vinnutímans og tilfallandi vinnu með tilliti til reglna um lágmarkshvíld, einkum daglegs hvíldartíma og vikulegs hvíldardags. Jafnframt er fjallað um fráviksheimildir frá lágmarkshvíldinni sem og frítökurétt.
Helstu efnisþættir námskeiðsins eru:
• Dagleg lágmarkshvíld og frávik (dæmi)
• Vikulegur hvíldardagur og frávik (dæmi)
• 15 mín. hvíld ef vinnulota er lengri en 6 tímar
• Hámarksvinnutími á viku (meðal yfir tiltekin tíma)
• Frítökuréttur (dæmi)
• Frítaka, greiðsla frítökuréttar að hluta, uppgjör við starfslok
Námskeiðið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar að kostnaðarlausu, aðrir greiða kr. 33.000.
Hæfniviðmið
Kunni skil á helstu reglum um vinnutíma og skipulag hans.
Auki færni til að vinna með vinnutímaforsendur dagvinnufólks.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími12. febrúar 2019, frá kl. 10:00 - 16:00 og 13. febrúar frá kl. 9:00 - 16:00.
- Lengd11 klst.
- UmsjónStefanía Jóna Nielsen, Guðmundur Freyr Sveinsson og Guðrún Jónína Haraldsdóttir.
- StaðsetningSkipholt 50b, 3. hæð, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- Verð33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið er ætlað þeim sem starfa í launavinnslu og koma að starfsmanna- og kjaramálum hjá ríki og bæ.
- Gott að vitaKennt er samkvæmt nýrri námskrá.
- Mat90% mæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 12.02.2019 | Laun og vinnutími | 10:00 | 12:00 | Stefanía Jóna Nielsen og Guðmundur Freyr Sveinsson frá Sameyki, stéttarfélagi í almannaþágu |
| 12.02.2019 | Laun og vinnutími | 13:00 | 16:00 | Stefanía Jóna Nielsen |
| 13.02.2019 | Rétt laun á réttum tíma | 09:00 | 12:00 | Guðrún Jónína Haraldsdóttir |
| 13.02.2019 | Lágmarkshvíld og frítökuréttur | 13:00 | 16:00 | Guðrún Jónína Haraldsdóttir |