Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans

Tilgangur þessa námskeiðs er að styrkja þátttakendur í þeim hlutverkum sem þeir takast á við í sínu starfi hvort sem þeir eru hópstjórar, vaktstjórar eða verkstjórar.

Námskeiðið fjallar um alla helstu þætti í stjórnun starfsmanna á vinnustað og fá þátttakendur tækifæri til að tengja ólík hlutverk við sín eigin störf. Farið verður í ýmsar hindranir sem mæta stjórnendum og pytti sem hægt er að forðast. 

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvað er stjórnun?
  • Hvert er hlutverk stjórnenda?
  • Hvaða ytri þættir eru nauðsynlegir í stjórnun?
  • Hver eru markmið stjórnunar?
  • Hvernig er best að stjórna?
  • Leiðtogahlutverkið.
  • Hrós og endurgjöf.
  • Hópstjórinn sem fyrirmynd.
  • Gæði samskipta– traust, virka hlustun o.fl.
  • Frammistöðustjórnun.
  • Að skapa sterka liðsheild.

Hæfniviðmið

Að öðlast aukna þekkingu og skilning á markmiðum og gildi góðrar stjórnunar.

Að öðlast aukinn skilning á stjórnenda- og leiðtogahlutverkinu.

Að læra nokkur atriði sem þú getur nýtt strax í þinni stjórnun og það sem ber að varast.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, verkefna og umræðna í hópum.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 30. mars kl. 13:00 - 16:30
  • Lengd
    3,5 klst.
  • Umsjón
    Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri Reykjanesbæjar
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið hentar almennum millistjórnendum, s.s. vaktstjórum, liðstjórum og hópstjórum í öllum tegundum fyrirtækja.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(at)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.03.2022Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans13:0016:30Kristinn Óskarsson