Fríhafnarskólinn | Námskeiðslota 2023 - Þjónusta og vöruþekking

Námslota Fríhafnarskólans 2023 nefnist Þjónusta og vöruþekking og verður áhersla fræðslunnar á þau atriði. Námskeiðin eru ýmist kennd í námskerfum eða staðbundin. Lotan hefst 20. mars og lýkur 23. maí.

Eftirfarandi námsþættir verða á dagskrá:

Snyrtifræði- grunnur (í námskerfi)

Vínskóli- grunnur (í námskerfi)

Þjónustuupplifun og menningarlæsi (í námskerfi og staðbundið)

Vörukynningar sem tengjast námsþáttunum verða staðbundnar og verður boðað sérstaklega til þeirra af Fríhöfninni.  

Síðasti skráningardagur er 17. mars.

Hæfniviðmið

Að þekkja grunnatriði í snyrtifræði og þekkja helstu tegundir snyrtivara sem fást í Fríhöfninni

Að kunna skil á helstu þrúgum og einkennum þeirra

Að þekkja framleiðsluaðferðir vína, styrktra vína (sérrí, portvín o.fl.) og sterkra vína (koníak, gin, víský, romm o.fl.)

Að efla skilning og þekkingu á margbreytileika og menningu erlendra gesta

Að þátttakendur átti sig á muninum á afgreiðslu og þjónustu

Að efla þjónustvitund og söluhæfni þátttakenda

Að efla fagmennsku þátttakenda í samskiptum við viðskiptavini

Helstu upplýsingar

  • Tími
    20. mars - 23. maí
  • Lengd
    34 klst.
  • Staðsetning
    Námskeiðslotan verður bæði í námskerfi og staðbundin.
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Fríhafnarinnar sem á eftir að taka lotur í Fríhafnarskólanum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Að ljúka námskeiðum í námskerfi og 90% mæting á staðbundin námskeið.
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
20.03.2023Snyrtifræði Vínskóli Þjónustuupplifun og menningarlæsi 00:0000:00Margrét Reynisdóttir