BVV - Vaktasmiður 1 - Vefnám 4. mars kl. 13:00-15:00.

Vaktasmiður 1 er breytinganámskeið sem er ætlað vaktasmiðum og öðrum þeim sem gera vaktaáætlanir fyrir vinnustaði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Námskeiðið Vaktasmiður 1 styrkir vaktasmiði í að takast á við breytingar á starfsumhverfinu og Vaktasmiður 2 fer í breytingarnar á vaktakerfinu sjálfu samkvæmt betri vinnutíma í vaktavinnu. Æskilegt er að námskeiðið Vaktasmiður 1 sé tekið á undan Vaktasmiður 2. Námskeiðinu er ætlað að efla aðlögunarhæfni þátttakenda gagnvart breytingum. Þátttakendur fá í hendur verkfæri sem geta aukið kjark og sjálfstraust til að takast á við breytingar af festu og öryggi.

Kennt er í gegnum Zoom forritið og fá þátttakendur sendan hlekk inn á námskeiði áður en námskeið hefst

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 4. mars kl. 13:00-15:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Ingrid Kuhlman MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) og Eðvarð Eyþórsson MA í vinnusálfræði
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Vaktasmiðir og aðrir þeim sem gera vaktaáætlanir fyrir vinnustaði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
04.03.2021BVV - Vaktasmiður 1.Ingrid Kuhlman eða Eyþór Eðvarðsson