Sáttamiðlun
Farið verður yfir grunnatriði sáttamiðlunar sem er vaxandi aðferðafræði við lausn ágreiningsmála út um allan heim. Í sáttamiðlun er leitast við að aðilar máls komi með beinum hætti að lausn ágreiningsmála í stað þess að þriðji aðili ákveði niðurstöðuna. Sáttamiðlun getur gagnast við lausn ágreinings sem upp kemur í daglegu lífi og á vinnustöðum.
Mikil áhersla verður lögð á hvernig þátttakendur geti hagnýtt sér þau verkfæri sem felast í sáttamiðlun. Tími mun gefast fyrir umræður og hvernig hægt að nýta aðferðarfræði sáttamiðlunar í ólík störf og hlutverk þátttakenda.
Hæfniviðmið
Að auka færni sína í mannlegum samskiptum
Að öðlast hæfni til að greina raunverulega ástæðu deilumála
Að geta beitt virkri hlustun við úrlausn ágreiningsefna
Að geta beitt spurningatækni til að öðlast skilning á eðli ágreinings
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 6. mars, kl. 9-12. Skráningu lýkur 5. mars kl. 12.
- Lengd3 klst.
- UmsjónElmar Hallgríms Hallgrímsson, sáttamiðlari og framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingafélagi
- StaðsetningTeams
- TegundStreymi
- Verð18.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem vilja auka færni sína í mannlegum samskiptum, læra að greina eðli ágreiningsmála og beita skapandi hugsun við úrlausn þeirra.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
06.03.2024 | Sáttamiðlun | 09:00 | 12:00 | Elmar Hallgríms Hallgrímsson |