Microsoft Teams og Planner - Vefnám

Með Microsoft Planner getur þú og teymið þitt sett fram áætlun um verkefni, deilt út verkþáttum, átt í samskiptum ykkar á milli og séð framvindu verkþátta frá mælaborði. Haldið utan um fundargerðir, verið með upplýsingasíðu og fleira tengt verkefninu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  •  Uppsetningu nýs verkefnateymis í Microsoft Teams.
  • Uppsetningu Microsoft Planner.
  • Verkefnaræs – hugarflug.
  • Hugarflug í tengslum við verkefni (e. tasks).
  • Fötur, verk og fleira.
  • Setja ábyrgð.
  • Virkjun tímasetninga og áminninga.
  • Hvar þær birtast og hvernig má nálgast þær.
  • Hengja ítarefni við verk.
  • Notkun á Wiki í teyminu ásamt „Microsoft Teams lists“.
  • Mælaborð.
  • Skjölun á verkefninu & fundargerðir.
  • Notkun á smáforritum fyrir iOS og Android.
  • Og fleiri atriði tengd Planner.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verkefni.
Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu.
Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Þátttakendur þurfa að hafa Teams aðgang uppsettan áður en að námskeið hefst.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 28. október kl. 13:00 - 16:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað notendum Office 365 pakkans sem vilja nýta sér möguleika hans enn betur. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi þekkingu á Teams og/eða hafi lokið grunnnámskeiðinu Microsoft Teams & OneDrive hjá EHÍ.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
  • Mat
    Mæting
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.

Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
28.10.2021Microsoft Teams og PlannerAtli Þór Kristbergsson