Dómstólasýslan | Samskiptastílar

Öll erum við einstök en samt svo lík. Munurinn sem er á okkur veldur því m.a. að okkur gengur misjafnlega að ná til sumra en annarra. Lykilatriði er að skilja hvernig við höfum samskipti. Það auðveldar öll samskipti að vita hvernig fólk hegðar sér og af hverju það gerir það sem það gerir. 

Ein þekktasta aðferðin til greiningar á samskiptastílum er byggð á kenningu Carl Gustaf Jung um sálfræðilegar týpur. En sú kenning gefur innsýn í hegðun og samskiptamáta fólks. Gerð er greinarmunur á 16 sálfræðilegum týpum útfrá fjórum þáttum sem eru Extrovert-Introvert, Sensing-Intuition, Thinking-Feeling og Judging-Perceiving. Þekking á þessum eðlislæga mismun milli einstaklinga opnar nýjar víddir í samskiptum og auðveldar skilning í umburðarlyndi og árangur í samskiptum

Hæfniviðmið

Að auka skilning á eigin samskiptastíl og annarra.

Að læra þekkja algeng vandamál í samskiptum.

Að auka þekkingu á eðlislægum styrkleikum.

Að læra þekkja leiðir til að vinna með ólíku fólki.

Að auka umburðarlyndi og ánægjulegri samskipti.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, verkefni

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 22. mars kl. 14:00 - 16:00
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
 • Staðsetning
  Vefnám á rauntíma, kennt á ZOOM
 • Tegund
  Streymi
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Starfsfólk Dómstólasýslunnar
 • Gott að vita
  Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiði fyrir aðra. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
22.03.2023Samskiptastílar 14:0015:00Eyþór Eðvarðsson