Þarf alltaf að vera góð þjónusta?

Hugvekja sem hristir aðeins upp í hlutunum! 

Við vitum að þjónusta skiptir máli.

En þarf hún alltaf að vera góð eða skiptir það kannski engu máli nú á tímum stafrænnar þjónustu og sjálfsafgreiðslulausna? 
Og hvað þýðir þá eiginlega – að veita „góða þjónustu“ - alltaf? 

Í þessari hugvekju förum við yfir grunninn sem allir þekkja... en gott er að rifja upp: 

  • Hvað er góð þjónusta – og fyrir hvern? 
  • Litlu hlutirnir sem geta skipt svo miklu máli
  • Stundum er þetta sjálfsagað bara alls ekki svo sjálfsagt
  • Af hverju við hættum stundum að leggja okkur fram – og hvernig við kveikjum aftur þjónustuneistann 

Förum yfir þessa hluti, hugsum aðeins út fyrir boxið og fáum ferska sýn á þjónustumálin. 

Hæfniviðmið

Að auka skilning á góðri þjónustu og það sem hún felur í sér

Að þekkja leiðir til að skapa jákvæða upplifun fyrir viðskiptavininn

Fyrirkomulag

Fræðsluerindi/hugvekja og umræður 

Helstu upplýsingar

  • Tími
    4. nóvember 2025, kl. 08.30 - 09.30. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Elísabet Sveinsdóttir, markaðskona
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    14.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem hafa samskipti við fólk – hvort sem um er að ræða viðskiptavini, samstarfsfólk eða bara manneskjuna sem stendur við hliðina á kaffivélinni.
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
04.11.2025Þarf alltaf að vera góð þjónusta?08:3010:30Elísabet Sveinsdóttir