Starfsmennt | Listin að fikta

Á námskeiðinu verður fjallað um skapandi notkun stafrænna miðla, hin ýmsu snið stafrænna skráa, hvað skiptir mestu máli þegar verið er að breyta stafrænu efni og helstu stafrænu leiðir til þekkingar- og hugmyndaöflunar.

Þar fræðast þátttakendur m.a. um:

  • Hvað er gott að hafa í huga áður en byrjað er að fikta við að læra á nýja tækni
  • Hvernig á að hala niður myndbandi, klippa það og hlaða því upp á stafræna miðla
  • Upplausn mynda og val á myndefni af efnisveitum
  • Mismunandi skráarsnið, notkun þeirra og öryggisatriði til að hafa í huga við niðurhölun skráa
  • Hvernig skal senda stórar skrár í gegnum Microsoft Teams og WeTransfer t.a.m.
  • Leiðir til þess að nota stafræna tækni til efnissköpunar og hugmyndaöflunar
  • Hvar er að finna áreiðanlegar upplýsingar á vefnum

Hæfniviðmið

að skilja muninn á helstu skrám á stafrænu formi og hafi yfirsýn yfir það hvert eigi að leita til að fá aðstoð við að vinna með stafræn skráarsnið.

að þekkja stafrænar leiðir til að sækja sér þekkingu og hugmyndir til nýsköpunar.

Fyrirkomulag

Námskeiðið fer fram í vendikennslu. Kennsluefni er aðgengilegt á vefnum og eru þátttakendur beðnir um að kynna sér það áður en mætt er í kennslustund þar sem unnar verða stuttar æfingar. 

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudaginn 16. maí kl. 13:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Berglind Sunna Bragadóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Starfsmennt
  • Staðsetning
    Kennslustofa Starfsmenntar Skipholt 50b, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Starfsmenntar
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins fyrir starfsfólk Starfsmenntar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Virkni
  • Tengiliður námskeiðs
    Berglind Sunna Bragadóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
23.05.2023Skapandi notkun stafrænnar tækni og gagnageymsla13:0014:00Berglind Sunna Bragadóttir