Trúnaðarmenn Sameykis | Bætt samskipti með virkri hlustun
Í hraða nútímans gleymum við oft að hlusta en leggjum ofur áherslu á að komast sjálf að í umræðunum. Hlustun er einn veigamesti þátturinn í samskiptum og tækifærið til að skilja menn og málefni. Með virkri hlustun áttu auðveldar með að setja þig í spor annarra og sá sem hlustað er á finnur fyrir virðingu og áhuga þess sem hlustar.
Farið er ítarlega yfir þá tækni sem beitt er í virkri hlustun og gerðar æfingar.
,,Ég skilaboð“ fela í sér samskiptaform þar sem við tölum út frá sjálfum okkur og segjum hvað okkur finnst í stað þess að dæma þann sem við tölum við eða segja hvað okkur finnst neikvætt í framkomu hans. Þegar við notum ,,ég skilaboð" einkennast erfið samskipti af virðingu í stað dómhörku.
Námskeiðið hentar vel til að efla gæði samskipta, virðingu og skilning milli einstaklinga.
Hæfniviðmið
Að geta beitt virkri hlustun
Að skilja og geta beitt ,,ég skilaboðum" í samskiptum
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, fyrirspurnir og samræður
Helstu upplýsingar
- Tími20. nóvember 2025, kl. 9.00 - 12.00
- Lengd3 klst.
- UmsjónSigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands
- StaðsetningZoom
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurTrúnaðarmenn Sameykis
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsJóhanna Þórdórsdóttir hjá Sameyki og Sólborg Alda Pétursdóttir hjá Starfsmennt
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
20.11.2025 | Bætt samskipti með virkri hlustun | 09:00 | 12:00 | Sigríður Hulda Jónsdóttir |