Seljudalur | Örnámskeið um meðvirkni kl. 9 - 12

Er ég meðvirk/ur?

Hvaðan kemur meðvirknin?

Skilningur á meðvirkni hvað hún er og hvaðan hún kemur er fyrsta skref í átt að bata. Þetta geysivinsæla námskeið gefur þér betri heildarmynd af meðvirkni. 

Á námskeiðinu verður farið í grunnþætti meðvirkni og hvernig meðvirkni hefur áhrif á sjálfsmynd okkar sem aftur hefur bein áhrif á samskipti okkar.

Námskeiðið er mjög hagnýtt og hnitmiðað. Það hentar fyrir alla sem vilja fræðast meira um meðvirkni og hvernig hún birtist í hversdagslífinu.

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir grunnþáttum meðvirkni.

Að geta útskýrt hvaðan meðvirkni kemur.

Að geta útskýrt hvernig meðvirkni hefur áhrif á sjálfsmynd okkar og samskiptin okkar.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Föstudagur 15. september kl. 09:00 - 12:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Baldur Einarsson, Framkvæmdastjóri/CEO hjá Lausnin fjölskyldu- og áfallamiðstöð.
  • Staðsetning
    Í „Búrinu“ í kjallara Ráðhússins á Tjarnargötu 12, 260 Reykjanesbær.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Seljudals Reykjanesbæ
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum. Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en bæjarfélagið greiðir námskeiðsgjald fyrir aðra.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.09.2023Örnámskeið um meðvirkni09:0012:00Baldur Einarsson