Reykjanesbær | Öldrun fatlaðs fólks kl. 9 - 12

Það er réttur allra manna að búa við öryggi á efri árum og geta notið þeirra áhyggjulaust.
Þjónusta við aldrað fólk sem býr við fötlun skal vera fjölbreytt og miðuð við þarfir hvers og eins.
Þar sem öldrun fólks með þroskahömlun hefst oft fyrr en hjá öðrum verður þjónusta fyrir þann hóp fyrst og fremst að taka mið af mati á aðstæðum og heilsu einstaklinganna en ekki einvörðungu aldri. 
Á námskeiðinu er leitast við að dýpka þekkingu þátttakenda á öldrun og öldrunarferli hjá fötluðu fólki. Fjallað verður um einkenni heilabilunar og hvernig sé best að bregðast við.

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir öldrunarferli hjá fötluðu fólki.

Að geta gert grein fyrir einkenni á byrjun nokkurra tegunda heilabilunar hjá fólki og hvernig bregðast skuli við henni.

Að geta gert grein fyrir leiðum sem standa fólki með heilabilun til boða.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 8. nóvember kl. 09:00 - 12:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir Þroskaþjálfi, MA í Stjórnun, Fötlunarfræði, NordMag í Öldrunarfræðum.
  • Staðsetning
    Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær (Súlur).
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar
  • Markhópur
    Starfsfólk Reykjanesbæjar
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
  • Mat
    Mæting og þátttaka

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum. Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en bæjarfélagið greiðir námskeiðsgjald fyrir aðra.

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
08.11.2023Öldrun fatlaðs fólks09:0012:00Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir