Náms- og starfsráðgjöf

Starfsmennt býður öllum félagsmönnum upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa til að ræða stefnu í námi og starfi. Meginmarkmið þjónustunnar er að efla vitund einstaklinga um styrkleika sína, viðhorf og áhuga þannig að þeir geti notið sín í námi og starfi. Ráðgjöfin nýtist öllum óháð aldri eða stöðu sem þjónusta á sviði símenntunar.

Ráðgjafi aðstoðar þig við að:

 •  átta þig á áhuga þínum og tengja við nám og störf.
  • þekkja veikleika og styrkleika og efla starfshæfni.
  • vega og meta hin ýmsu störf og starfssvið.
  • útbúa ferilskrá.
  • leita að áhugaverðu tómstundastarfi eða námi.
  • efla sjálfstraust.
  • bæta samskipti og samstarfshæfni.
  • læra að setja mörk og stjórna tilfinningum.
  • forgangsraða, skipuleggja og stýra tíma.

Einnig stendur félagsmönnum til boða að taka áhugasviðspróf sem geta hjálpað einstaklingum við að greina og þekkja áhugasvið sitt og hvernig sú sjálfsþekking getur komið að gagni í námi, starfi og tómstundum.


Viðtölin fara fram á skrifstofu Starfsmenntar, Skipholti 50b eða í gegnum fjarfund. Panta þarf tíma á skráningarsíðunni. Einnig er hægt að panta tíma í síma 550 0060 eða í gegnum netfangið smennt@smennt.is.

Helstu upplýsingar

  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Guðrún Sederholm náms- og starfsráðgjafi
  • Staðsetning
    Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50b, 105 Reykjavík, (3. hæð)
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Aðildarfélagar Fræðslusetursins Starfsmenntar.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
31.12.2020Viðtal við náms- og starfsráðgjafa Starfsmenntar.00:0001:00Guðrún H. Sederholm náms- og starfsráðgjafi