Photoshop - Vefnám - Valfrjálst upphaf til 18. des.
Farið er í gegnum fjölbreytt verkefni þar sem kennt er á grunnverkfæri myndvinnslu í Photoshop Elements.
Námsþættir:
•	Hreinsa út bletti og bólur af andlitsmyndum.
•	Fjarlægja fólk eða hluti af mynd.
•	Færa hluti eða fólk á mynd.
•	Lagfæringar og litajöfnun.
•	Síur og lög.
•	Breyta bakgrunni.
•	Myndvinnsla fyrir ólíka miðla.
Hæfniviðmið
Að efla færni í myndvinnslu með Photoshop.
Fyrirkomulag
Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt.
Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti, vefspjalli og í þjónustusíma.
Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu.
Nánari upplýsingar veitir kennari námskeiðsins í síma 788 8805 frá kl. 10-20 eða í netfangið kennari(hjá)nemandi.is.
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 18. desember en upphafið er valfrjálst.
 - Lengd18 klst.
 - UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
 - StaðsetningVefnám
 - TegundFjarnám
 - Verð39.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 - MarkhópurNámið hentar öllum sem vilja kynnast og bæta færni sína í Photoshop.
 - Gott að vitaVefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.
 
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatVerkefnaskil
 - Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is
 
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Kennari | 
|---|---|---|
| 18.12.2021 | Myndvinnsla með Photoshop. | Bjartmar Þór Hulduson |