Trúnaðarmenn Sameykis | Nýliðafræðsla

Námskeiðið er fyrir trúnaðarmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í nýju hlutverki. Farið er yfir hlutverk og þjónustu Sameykis, ákvæði í lögum um trúnaðarmanninn, ábyrgð og skyldur kjörinna fulltrúa ásamt umfjöllun um jafnréttishugtakið og inngildingu.

Hæfniviðmið

Að þekkja félagið sitt vel og vita hvar hægt er að finna upplýsingar um kjara-og réttindamál

Að vita í hvaða lögum og reglum er fjallað um hlutverk trúnaðarmans og þekkja ákvæði um vernd

Að vera meðvituð um ábyrgð sína og skyldur sem kjörinn fulltrúi

Að þekkja til jafnréttishugtaksins og hvað inngilding þýðir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur. Hægt að skrá sig á staðnámskeið eða fjarnámskeið (í beinu streymi) með því að haka við "Ég vil skrá mig í fjarnám" í skráningarferlinu.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    30. október 2025, kl. 9.00 - 11.00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Starfsfólk frá Félagsdeild Sameykis
  • Staðsetning
    Grettisgata 89, 1. hæð / eða í beinu streymi á Teams
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Trúnaðarmenn Sameykis
Skráning á þetta námskeið hefst 05. 08 2025 kl 10:00
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Jóhanna Þórdórsdóttir hjá Sameyki og Sólborg Alda Pétursdóttir hjá Starfsmennt

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
30.10.2025Nýliðafræðsla trúnaðarmanna Sameykis09:0011:00Starfsfólk frá Félagsdeild Sameykis