Heilabilunarsjúkdómar á efri árum - Vefnám kl. 09:00 - 11:00
Á Íslandi er gert ráð fyrir verulegri fjölgun í elstu aldurhópunum og með hækkandi aldri þá aukast líkurnar á að fá heilabilunarsjúkdóm, þó svo að heilabilun sé ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni eru nú þegar 55 milljónir manna í heiminum með heilabilunarsjúkdóma og 10 milljónir bætast við árlega. Á Íslandi má áætla að séu um 5000 manns með heilabilunarsjúkdóma og af þeim fjölda séu um 250 manns undir 65 ára aldri.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu heilabilunarsjúkdóma, einkenni og framgang sjúkdóma.
Námskeiðið er helst ætlað þeim sem starfa við umönnun og þjónustu heilabilaðra en hentar einnig aðstandendum.
Einnig verður farið yfir:
- Að lifa með heilabilun
- Lífssaga
- Samskipti
- Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun
- Að vera heilavinur
- Um Alzheimersamtökin
- Stuðningur við aðstandendur
Markmið með námskeið er að þátttakendur fræðist um hina ýmsu heilabilunarsjúkdóma. Geti sett sig í spor hins veika og aðstandenda þeirra. Fræðast um starfsemi Alzheimersamtakanna og hvar hægt sé að leita sér stuðnings í samfélaginu.
Upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum viku eftir að námskeiði hefur verið lokað.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur á TEAMSHelstu upplýsingar
- TímiÞriðjudagur 24. maí kl. 09:00 - 11:00
- Lengd2 klst.
- UmsjónSigurbjörg Hannesdóttir, Iðjuþjálfi og fræðslustjóri Alzheimersamtakanna
- StaðsetningVefnám
- TegundStreymi
- Verð11.000 kr.
- MarkhópurNámskeiðið er helst ætlað þeim sem starfa við umönnun og þjónustu heilabilaðra en hentar einnig aðstandendum.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is5500060
- MatÞátttaka
Gott að vita
Upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum viku eftir að námskeiði hefur verið lokað.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
24.05.2022 | Heilabilunarsjúkdómar á eldri árum | 09:00 | 11:00 | Sigurbjörg Hannesdóttir |