Heilabilunarsjúkdómar á efri árum - Vefnám kl. 09:00 - 11:00

Á Íslandi er gert ráð fyrir verulegri fjölgun í elstu aldurhópunum og með hækkandi aldri þá aukast líkurnar á að fá heilabilunarsjúkdóm, þó svo að heilabilun sé ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni eru nú þegar 55 milljónir manna í heiminum með heilabilunarsjúkdóma og 10 milljónir bætast við árlega. Á Íslandi má áætla að séu um 5000 manns með heilabilunarsjúkdóma og af þeim fjölda séu um 250 manns undir 65 ára aldri. 
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu heilabilunarsjúkdóma, einkenni og framgang sjúkdóma.

Námskeiðið er helst ætlað þeim sem starfa við umönnun og þjónustu heilabilaðra en hentar einnig aðstandendum.

Einnig verður farið yfir:

 • Að lifa með heilabilun
 • Lífssaga
 • Samskipti
 • Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun
 • Að vera heilavinur
 • Um Alzheimersamtökin
 • Stuðningur við aðstandendur

Markmið með námskeið er að þátttakendur fræðist um hina ýmsu heilabilunarsjúkdóma. Geti sett sig í spor hins veika og aðstandenda þeirra. Fræðast um starfsemi Alzheimersamtakanna og hvar hægt sé að leita sér stuðnings í samfélaginu. 

Upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum viku eftir að námskeiði hefur verið lokað.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur á TEAMS

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 24. maí kl. 09:00 - 11:00
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Sigurbjörg Hannesdóttir, Iðjuþjálfi og fræðslustjóri Alzheimersamtakanna
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Streymi
 • Verð
  11.000 kr.
 • Markhópur
  Námskeiðið er helst ætlað þeim sem starfa við umönnun og þjónustu heilabilaðra en hentar einnig aðstandendum.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  5500060
 • Mat
  Þátttaka
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en öllum frjálst að taka þátt gegn námskeiðisgjaldi. 

Upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum viku eftir að námskeiði hefur verið lokað.

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
24.05.2022Heilabilunarsjúkdómar á eldri árum09:0011:00Sigurbjörg Hannesdóttir