Rétt varnarviðbrögð - öryggi í starfi

Það er mikilvægt að kunna að bregðast rétt við ef erfiðar og óæskilegar aðstæður skapast í starfi.
Þær aðstæður geta komið upp að mikilvægt sé fyrir starfsmenn að geta varið bæði sig og aðra.
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í sjálfsvörn og hvernig best sé að bregðast við yfirvofandi hættu.
Megináhersla námskeiðsins er að forðast bein líkamleg átök og ræða leiðir til að róa árásargjarna einstaklinga

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir einkennum hegðunar sem getur leitt til árása og ofbeldis.

Að geta stýrt einstaklingum í árásarham aftur í jafnvægi.

Að kunna forðast átök í aðstæðum þar sem hætta er á líkamlegum átökum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur (sirka 1 klst) og æfingar (sirka 2 klst.)

Helstu upplýsingar

 • Tími
  18. apríl 2024, kl. 15.30 - 18.30. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Dieudonné Gerritsen, sensei með svarta beltið
 • Staðsetning
  Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholti 50 b, 3.hæð, 105 Reykjavík.
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  19.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Fyrir þau sem þurfa eða gætu þurft að takast á við krefjandi einstaklinga í starfi og vilja læra að bregðast rétt við og varið sig ef þörf er á.
 • Gott að vita
  Þægilegur fatnaður æskilegur.
 • Mat
  Mæting og þátttaka.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
18.04.2024Rétt varnarviðbrögð - öryggi í starfi15:3018:30Dieudonné Gerritsen