Þema II | Laun og vinnutími

Fjallað er um megingrundvöll launaútreikninga, þ.e. vinnutíma starfsmanna. Farið yfir lykilatriði í því efni, s.s. vinnutímaskipulagið, dagvinnutímabil, neysluhlé og starfshlutfall, sem og tengd atriði eins og yfirvinnu, álagsgreiðslur og sérstaka frídaga. Áhersla er lögð á hefðbundna dagvinnu á mánaðarlaunum.

Hæfniviðmið

Að kunna skil á helstu reglum um vinnutíma, skipulag hans og önnur atriði sem ráða því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar launaútreikningum.

Að auka færni til að vinna með vinnutímaforsendur dagvinnufólks, t.d. þegar nýttar eru heimildir til að fella niður eða stytta matar- og/eða kaffitíma og hvernig starfshlutfall er reiknað.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagur 7. nóvember 2022 kl. 9:00 - 12:00 og miðvikudagur 9. nóvember 2022 kl. 9:00 - 11:00
  • Lengd
    5 klst.
  • Umsjón
    Guðmundur Freyr Sveinsson og Stefanía Nielssen
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    27.500 kr.
  • Markhópur
    Launafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
  • Mat
    90% mæting.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Markmiðið með náminu er að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
07.11.2022Laun og vinnutímiGuðmundur Freyr Sveinsson
09.11.2022Laun og vinnutímiStefanía Jóna Nielsen