Dómstólasýslan | Hagnýt íslenska

Athugið að fyrri hluti námskeiðsins er kenndur miðvikudaginn 11. október kl. 10.30 - 11.30 og seinni hlutinn er kenndur miðvikudaginn 18. október kl. 10.30 - 11.30

Á námskeiðinu er annars vegar fjallað um ritun og birtingu dóma og hins vegar um formleg tölvupóstsamskipti. Farið verður í hvernig rita á og byggja upp formlegan texta og hvernig hægt er að samræma orðanotkun og málsnið á milli dómstóla. 

 • Málfar sem hæfir viðfangsefninu 
 • Ritun formlegs texta (núllstíll, straumlínulögun, stytting texta og leiðrétting í tilvitnunum)
 • Ritun útdrátta/reifana 
 • Ýmis álitamál í textaskrifum (t.d. notkun persónufornafna, há- og lágstafa og skammstafana)

Hæfniviðmið

Markmið námskeiðsins er að starfsfólk dómstólanna öðlist aukið öryggi og tileinki sér vandað málfar við frágang skriflegs efnis þar sem gætt er hlutlægni og virðingar. Einnig að stuðla að aukinni samræmingu á málfari í textum dómstólanna.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur, 11. október kl. 10.30 - 11.30 og miðvikudagur, 18. október kl. 10.30 - 11.30
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Berglind Steinsdóttir, prófarkalesari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og Hermann Stefánsson, prófarkalesari hjá Landsrétti
 • Staðsetning
  Teams
 • Tegund
  Streymi
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Allt starfsfólk dómstólanna
 • Gott að vita

  Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan og Starfsþróunarsetur háskólamanna greiða fyrir aðra.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.10.2023Hagnýt íslenska fyrir allt starfsfólk dómstólanna10:3011:30Berglind Steinsdóttir
18.10.2023Hagnýt íslenska fyrir allt starfsfólk dómstólanna10:3011:30Hermann Stefánsson