Erfið starfsmannamál

Skráningu lýkur 18. apríl kl.10:00.

Erfið starfsmannamál geta tekið á hlutverk stjórnanda og er mikilvægt að þeir séu vel í stakk búnir til að mæta slíkum málum.

Á þessu námskeiði verður fjallað um skilgreiningar á erfiðum starfsmannamálum, hvernig best er að taka á þeim og hvernig skal fyrirbyggja að slík mál komi upp.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Hvað falli undir erfið starfsmannamál
 •  Hvað geri þessi mál erfið
 • Úrræði og leiðir
 • Hvernig megi þjálfa og nýta hæfni til að fyrirbyggja og leysa úr erfiðum málum

Hæfniviðmið

Að auka innsýn í leiðir fyrir stjórnendur til að taka á erfiðum starfsmannamálum

Að öðlast betri þekkingu á því hvernig má fyrirbyggja erfið mál

Að auka hæfni í starfsmannastjórnun

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 3. maí kl. 08:30 - 12:30
 • Lengd
  4 klst.
 • Umsjón
  Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Hildur Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands
 • Staðsetning
  Endurmenntun Háskóla Íslands Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Ætlað stjórnendum sem hafa reynslu af stjórnun starfsmanna.
 • Gott að vita
  Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Mæting og þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
03.05.2023Erfið starfsmannamál08:3011:30Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir